Lestarkerfi

Lestarkerfi

Bætir vinnuaðstöðu og eykur afköst og öryggi á sjó

DNG hannar og smíðar lestarkerfi fyrir stór ferskfiskskip og frystitogara.

Lestarkerfi ferskfisks samanstendur af kerunaraðstöðu á vinnsluþilfari, lestarlyftu og sjálfvirku magasíni í lest fyrir ker.

Sjá nánar
Opin fiskilyfta

Fiskilyfta

Lágmarkar fall á fiski

Fall á fiski er hin mesta meinsemd og hefur DNG framleitt lausnir til að lágmarka fallið og bæta flutning á milli þilfara. Lyfturnar eru hannaðar til að koma böndum á lóðréttan flutning fisks á milli þilfara í skipum.

Fiskilyfturnar eru til bæði stakstæðar og sem hluti af sérsmíðuðum lúgukarmi á milli vinnsluþilfars og lestar.

Sjá nánar
Reimalyftu ker

Ker

Margvíslegar lausnir í boði

DNG býður upp á mismunandi gerðir af kerum. Hægt er að nota þau við ýmsar aðstæður t.d. undir meðafla, sem safnker, fyrir blæðingu eða til kælingar á afla.

Reimalyftuker er nýjasta hönnun DNG en kerið er mjög þrifavænt og viðhaldsþörf er í lágmarki þar sem slitfletir eru fáir.

Sjá nánar
Góð meðferð aukaafurða

Aðgerðaraðstaða

DNG býður upp á  aðgerðaraðstöður fyrir skip og landvinnslur.

Hringkeyrsla fisks á bandi sem er hentugt þegar verið er að stærðar- eða tegundarflokka afla. Einnig til hefðbundin aðgerðarbönd.

Sjá nánar
Sterkbyggð og auðveld í þrifum

Færibönd

DNG framleiðir færibönd fyrir matvælaiðnað sem mætir ströngustu kröfum þegar kemur að álagi og þrifum.

Útlit og eiginleika má aðlaga að nánast hverju sem er.

Sjá nánar
Ýmis sérsmíði

Aukahlutir

Við bjóðum upp á smíði á ýmsum aukahlutum fyrir fiskiskip og matvælavinnslur.

Vinnupallar, vettlingarþurrkarar, sporðskerar, rennur, þvottagreiður, hreinsilúgur og mannop eru dæmi aukahluti sem Slippurinn framleiðir.

Sjá nánar
  • Stílhrein hönnun

  • Gæðavottun á öllum seldum vörum