Lýsing
R1 færavindan er háþróað veiðitæki. Færavindan rennur út línunni með sökkunna á endanum, og nemur þegar að hún nær botninum. Þá byrjar hún að keipa þar til að hún finnur fisk. Þegar að fiskur hefur verið fundinn dregur færavindan fiskinn upp úr sjónum með hraði. Með áratugs reynslu hefur DNG unnið að því að fullkomna þetta veiðitæki. Með stöðugri þróun og rannsóknum höfum okkur tekist að búa til nánast fullkomið veiðitæki í alls kyns veiðar. Færavindan er kröftug en samt sem áður sparneytin og auðveld í stjórnun. Hægt er að stilla hana á mismunandi veiðikerfi, og þar á meðal veiðikerfi sem eru sér hönnuð af notanda. Kerfin sem eru nú þegar á færavindunni eru meðal annars:
- Makríl kerfi
- Þorsk kerfi
- Ufsa kerfi
- Smokkfiska kerfi
Færavindan er hönnuð fyrir erfiðar aðstæður og þolir hún bæði erfiðan og góðan sjó. Færavindan er vatnsheld og búin til úr seltuþolnu áli og ryðfríu stáli, allt til þess að koma í veg fyrir tæringu.
Fullyrða má að færaveiðar eru ein umhverfisvænasta veiðiaðferð sem til er. Þar sem að mengun vegna tapaðra veiðarfæra er afar lítil og færavindan hefur lítil sem engin áhrif á gróður eða sjávarbotn.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.