Núna á dögunum hefur DNG verið að vinna í nýrri vefsíðu og vefverslun sem að á að koma út svipuðum tíma og nýja færavindan frá okkur, DNG C7000i færavindan. 

Inná þessum vef komum við til með að setja mikið af upplýsingum sem eiga að einfalda notkun á færavindunni. Þar verða texta upplýsingar, ásamt myndböndum sem leiðbeina notendum hvernig er best að komast framhjá minniháttar viðgerðum og líka hvernig á að nota færavinduna í daglegri notkun. 

Inná vefsíðunni verður líka vefverslun, þar sem að notendur geta keypt beint þessa helstu varahluti, ásamt því að geta keypt nýju C7000i færavinduna frá DNG. Ef að færavindan er ekki til á lager hjá okkur, endilega skráðu þig á biðlista og við höfum samband um leið og færavindan er klár! 

Stórt skref hefur verið tekið í átt að því að stækka DNG og núna er nafnið sett á færibönd og annan vinnslubúnað sem áður var undir nafninu “Slippurinn á Akureyri”.