Reelmaster er byltingarkennt forrit. Forritið gefur þér leið til þess að stýra, og fylgjast með færavindum frá tölvu. Færavindurnar eru ýmist tengdar yfir WiFi eða í gegnum “Adam” sem er búnaður sem við hjá DNG seljum í vefverslun okkar. Bæði forritið og öll uppsetning færavinda er auðveld, og hefur fyrirtækið sett það að markmiði sínu að gera það auðveldar með hverri uppfærslu sem kemur.

“Adam” er tæknibúnaður frá fyrirtækinu Advantech sem gerir okkur kleypt að tengja færavindurnar saman. Færavindurnar eru tengdar í “Adam” og síðan er “Adam” tengdur með USB í tölvu hjá þeim sem ætlar að notfæra sér samskipti færavindana.

R1 er hins vegar tengd með WiFi eiginleikum og því þarf ekki að kaupa “Adam” fyrir notkun á þannig slags færavindu. Fyrir nánari upplýsingar um hvernig á að setja upp samskipti milli færavinda í R1 er hægt að skoða:

  • Setja upp samskipti milli færavinda í R1

Uppsetningar skrá fyrir „Adam“

Windows XP, Vista, 7, 8, 8.1, 10, 11

Adam skrá

Uppsetningar skrá fyrir Reelmaster

Windows XP, Vista, 7, 8, 8.1, 10, 11

Reelmaster fyrir C6000i m/ Adam skrám

Reelmaster fyrir C7000i

Tengdu færavindu með samskiptaköpplum við „Adam“.

Tengdu „Adam“ í USB á tölvu.

Settu upp uppsetningarskrá fyrir „Adam“.

Keyrðu Reelmaster í gang!

  • Auðveldar notkun færavinda
  • Hægt að vinna með færavindur úr tölvu
  • Auðveld uppsetning
  • Virkar í öll helstu Windows stýrikerfi
  • Hvernig á að setja upp Reelmaster og samskipti (MYNDBAND og TEXTI)