Yfirlit

Helstu eiginleikar R1 færavindunar

R1 er mjög fullkomið veiðitæki.  Virkni tækisins er hægt að skipta í þrjá hluta.  Í fyrsta lagi að renna línunni út með sökkunni á endanum  og nema þegar sakkan nær botninum.  Í öðru lagi að keipa til að draga að fisk og skynja þegar fiskurinn bítur á krókanna.  Í þriðja lagi að draga fiskinn upp úr sjónum.

Helstu eiginleikar R1 færavindunnar eru:

 • Lág straumnotkun, mikil afköst.
 • Vinnur bæði á 12V og 24V jafnstraums rafkerfum.
 • Algerlega vatnsþétt.
 • Samskipti á milli færavinda.
 • Innbyggð og þín eigin veiðikerfi.
 • Fiskleitarkerfi.
 • Hægt að aðlaga nánast öllum aðstæðum.
 • Veiðikerfi fyrir smokkfisk og makríl.
Handbókin

Þessi handbók er skrifuð þannig að hún sé leiðbeinandi við uppsetningu og notkun R1 færavindunnar bæði fyrir reynda notendur og þá sem eru að byrja. Hún skiptist í eftirfarandi kafla.

 • UPPSETNING
  Þessi kafli lýsir uppsetningu færavindunnar, þ.e. hvernig á að festa hana og tengja við rafkerfi bátsins.  Einnig er stutt lýsing á því hvernig línan er þrædd á girnishjólið.
 • STJÓRNUN FÆRAVINDUNNAR
  Vindunni er stjórnað með sjö tökkum.  Þessi kafli lýsir notkun þeirra.
 • SKJÁSÍÐUR
  Stillingarnar sem eru notaðar við að aðlaga færavinduna að aðstæðum er komið fyrir í sex hlutum sem eru kallaðir skjásíður.  Þessi kafli lýsir stillingunum  sem eru á hverri skjásíðu og virkni þeirra.
 • LAUSN VANDAMÁLA
  Ef upp koma vandamál varðandi færavinduna þína ættir þú að skoða þennan kafla, þú finnur sennilega lausn á vandanum hér.
 • VIÐAUKI A – ÁBYRGÐ
  Í þessum kafla er ábyrgðarsamningur varðandi færavinduna. Lestu hann vandlega!
 • VIÐAUKI B – AUKAHLUTIR
  Þessi kafli lýsir  í stuttu máli. þeim aukahlutum sem fáanlegir eru við R1 færavinduna.