Skjásíða 6 – Viðhald

Slakaskynjari uppi og niðri

Tölurnar hérna eru mæligildi slakaskynjarans bæði uppi og niðri. Táknin eru valin og svo ýtt á UPP og þá kemur mæligildi slakaskynjarans í þeirri stöðu sem hann er í. Það þarf að setja slakaskynjarann niður að blakkarstönginni til þess að fá rétta tölu í niður stöðu. Svo þarf að sleppa slakaskynjara og láta hann í uppstöðu til þess að skrá mæligildi slakaskynjarans rétt. Þegar allt er eðlilegt ætti að vera ágætt bil á milli neðri og efri mælingu. Þetta er það helsta sem þarf að viðhalda í færavindunni.

Botntökuslaki

Vindan skynjar hvenær sakkan nær botninum með því að fylgjast með mæligildum slakaskynjarans eins og þau eru sýnd á skjásíðu þrjú (sjá á bls 21).  Ef stillingarnar fyrir slakaskynjarann eru réttar þá er töluverður munur á tölum slakamælinga.

Þegar sakkan nær botninum þá myndast slaki á línunni.  Ef mæligildið fer undir ákveðna tölu í ákveðið langan tíma (sjá BOTNTÍMI á blaðsíðu  13) þá tekur færavindan því sem að botninum hafi verið náð.  Þessi ákveðna tala, sem mæligildi slakaskynjarans verður að fara undir, er ákveðin með þessari stillingu.  Grunnstillingin er 14, en hún getur verið frá 1 upp í 48.

Í vissum tilfellum þegar ekki er mikið eftir af línunni á girnishjólinu þá getur verið nauðsynlegt að lækka þessa stillingu.  Þetta getur komið upp þegar veitt er á miklu dýpi eða þegar línan er í rauninni ekki nógu löng á girnishjólinu.

Í þessum tilvikum nær línan ekki að draga slakaskynjarann nógu langt niður þegar hún er strekkt og mæligildi slakaskynjarans verður því einungis u.þ.b. 14 eða jafnvel lægra.  Ef mæligildi slakaskynjarans fer undir 20 minnkar útrennslis hraðinn töluvert og hættan á að skynja botninn þar sem engin botn er verður mun meiri, sérstaklega þegar báturinn vaggar á öldunum.

Hámarks hraði í niðurrennsli

Þessi stilling stjórnar hámarkshraðanum í niðurrennsli.  Hvert þrep jafngildir 10 rpm og grunnstillingin er 38, sem jafngildir 380 rpm.  Gildið getur verið frá 0 upp í 60.

Besta gildið á þessari stillingu fer mikið eftir aðstæðum og hvaða tegund línu er notuð.  Ef sjór er ókyrr þá getur verið nauðsynlegt að lækka gildið, sérstaklega þegar notað er girni og þegar mikið er á girnishjólinu.  Hinsvegar ef sjór er stilltur þá má hugsanlega hækka stillinguna og ná þannig meiri hraða í niðurrennslinu.

Hámarks hraði í upprennsli

Þessi stilling stjórnar hámarkshraðanum í upprennsli.  Hvert þrep jafngildir 10 rpm og grunnstillingin er 0 sem aftur þýðir að engin takmörkun er á hraða og á hann því að vera um 500 rpm.  Gildið getur verið frá 0 upp í 50. Hámarkshraðinn er samtvinna UPPTOGSAFLS (sjá á blaðsíðu 15) stillingunni og hann næst ekki ef þungt er á nema aflið sé aukið á móti.

Eining

Þessi stilling segir til um í hvaða einingu dýpið er birt á skjánum.  Valið stendur milli metra, feta og faðma.  Undir táknmyndinni er sýnt hvaða mælieining er virk (m = metrar, ft = fet, fa = faðmar).

Þjófavörn

Hægt er að læsa færavindunni með fjögurra stafa PIN númeri. Ef læsing er virkjuð stendur annað en 0 (1-99) undir táknmyndinni og þá mun notandi þurfa að slá inn PIN númer í hvert sinn sem færavindan er ræst. Til að stilla PIN númer er ýtt á PLÚS, svo er valið númer með því að fletta milli táknmyndanna á skjánum sem birtist og staðfest með því að ýta á stjórn takkann, þetta þarf að endurtaka til að staðfesta að þú hafir munað PIN númerið. Ef PIN er virkt þarf notandi að slá inn númerið (með svipuðum hætti og þegar það er stillt) og staðfesta með því að ýta á aðalrofa. Hægt er að slökkva á þjófavörninni með því að ýta á MÍNUS (á táknmyndinni fyrir þjófavörnina). Ef breyta á PIN númeri þarf fyrst að taka þjófavörnina af (tákn ÞJÓFAVARNAR á 0)

Athugið að mjög áríðandi er að muna PIN númerið sem valið er, því að gleymt lykilorð gerir færavinduna ónothæfa og þarf að fara með hana á verkstæði DNG til að laga það.