Skjásíða fjögur – Keipgerðir

Á þessari síðu getur notandinn breytt um keipgerð (engar aðrar stillingar breytast).  Við ufsa veiðar er t.d notað DNG KEIP en ef notandinn vill nota tröppu keip við ufsa veiðarnar þá virkjar hann fyrst ufsa veiðikerfið og flettir svo á skjásíðu fimm og velur þar tröppu keip.

Á þessari síðu getur notandinn einnig skráð sína eigin keipgerð þ.e. hann getur snúið girnishjólinu eins og hann væri sjálfur að keipa handvirkt og færavindan skráir niður hreyfingar hans.  Síðan getur hann notað þessar hreyfingar í sínu eigin veiðikerfi eða t.d. í stað DNG KEIP í ufsa veiðikerfinu.

Keiptegund er valin með því að færa bendilinn á táknmyndina fyrir keipið og ýta á UPP takkann.

DNG keip

Þetta er hið venjulega keip, upp og niður. Skynjar fisk þegar færavindan dregur færið upp.

Hraðastýrt niðurkeip

Ef þessi stilling er stillt á 0 þá gefur færavindan línuna út eins hratt og sakkan dregur í niðurkeipi.  Ef stillingin er hinsvegar stillt á 1 þá stýrir færavindan hraðanum niður og reynir að halda eins og hann er stilltur með stillingunni neðar á þessari síðu.

Niðurkeipshraði

Þessi stilling segir vindunni á hvaða hraða hún á að snúast í niðurkeipi ef hraðastýring er virk. Grunnstillingin er 8 og hvert þrep jafngildir 10 rpm. Grunnstillingin jafngildir því 80 rpm.

Þessi stilling er einnig notuð ef hæging við botn í niðurrennsli er virkt. Í því tilfelli segir hún til um lægri hraðann.

Hæg aflaukning ef fiskur er á

Þegar færavindan finnur fisk þá breytir hún um starfsemi, frá keipi yfir í upptog.  Eftir að færavindan hefur skynjað fisk þá þarf að skipta frá keipafli yfir í upptogsafl.  Til að koma í veg fyrir að fiskur losni af krókunum, eykur færavindan hraðann tífalt hægar en venjulega við upptog.  Þetta er gert á fyrstu metrunum.  Fjöldi metra sem færavindan hagar sér á þennan máta er hægt að setja með þessari stillingu.  Hvert þrep jafngildir 0,2 m.  Grunnstillingin er 25, sem jafngildir 5 m.  Stillingin getur haft gildi frá 0 til 99, sem jafngildir 0 – 20 m.

Flækju skynjun

Ef þessi stilling er stillt á annað gildi en 0 virkjar hún flækju skynjun þ.e. hvort línan úr færavindunni hafi flækst við línuna eða slóðann í næstu færavindu. Hún hífir þá alla leið upp.

Ef færavindan getur ekki byrjað niðurkeipi (vegna slakans á línunni) mörg skipti í röð þá táknar það annaðhvort að dýpið fari ört minnkandi eða, það sem líklegra er, að tvær færavindur á sama bátnum hafi flækt saman línunum.

Sem dæmi um hvernig þetta virkar, segjum sem svo að gildið sé stillt á 2 (grunnstillingin).  Þá má færavindan skynja botn tvö skipti í röð án þess að getað byrjað niðurkeipi (vegna slakans á línunni).  Í þriðja skiptið táknar það þá að línan hafi flækst og byrjar hún þá að draga hana inn.

Ef stillingin er stillt á 0 þá er þessi skynjun óvirk.

Skrefastærð keips

Í sumum löndum eru notaðar mjög langar keiplengdir.  Venjulega getur keiplengdin verið frá 0 upp í 20 metra.  Ef þörf er á lengri keiplengd þá er hægt að breyta skrefa stærðinni.  Grunnstillingin er 102 sem jafngildir 10,2 metraum.  Hvert þrep jafngildir 0,11 metra og getur haft gildi frá 1 til 30.  Þar af leiðandi getur skrefastærðin verið frá 0,1 upp í 9,93 metra og keiplengdin því frá 0,1 til 300 metra.

Eigin keip

Notandinn getur skráð sín eigin keip og geymt þau í minni sem er merkt frá 1 upp í 4 þ.e. hann getur geymt fjögur mismunandi keipi. 

Þetta er gert á eftirfarandi hátt:

Fyrst er færavindan sett í stopp stöðu.  Að því loknu þá er bendillinn færður á táknmyndina fyrir minnið sem á að geyma skráninguna.  Þegar þú ert reiðubúin þá ýtir þú á NIÐUR takkann og þá sleppir færavindan tökunum á girnishjólinu sem þá er hæglega hægt að snúa.  Nú hefur færavindan hafið skráningu hreyfinganna.  Þú getur skráð í allt að 80 sekúndur.

Þegar þú hefur lokið við skráninguna ýttu þá aftur á NIÐUR takkann.  Þá hefur þitt eigið keip verið geymt og þá tekur færavindan aftur við að stýra girnishjólinu.

Einn stór munur á grunn keipunum og skráðu keipunum er, að hægt er að nema fisk jafnvel þó að girnishjólið snúist ekki.

Athugið!  Færavindan hefur skráningu um leið og ýtt er á NIÐUR takkann og hættir um leið og aftur er ýtt á hann alveg óháð því hvort girnishjólið hefur verið hreyft eða ekki.  Þegar 5 sek. eru eftir af skráningartímanum þá gefur færavindan frá sér hljóðmerki.  Ef ekki er ýtt á NIÐUR takkann innan 5 sek. geymist keipið ekki.