Skjásíða eitt – Smokkfiskastillingar

Á skjásíðu fimm er veiðikerfi fyrir smokkfiskveiðar.  Ef það er virkt, breytist skjásíða eitt og skjásíða tvö og sýnir viðeigandi stillingar sem aðeins eru notaðar við smokkfiskveiðar. 

Athugið: Þegar stillt er á smokkfiska veiðikerfið þá er slakaskynjarinn óvirkur þ.e. girnið þarf hvorki að vera þrætt í gegnum slakaskynjarann né blökkina á arminum.

Minni dýpi

Í hvert skipti sem línunni er slakað út er dýptin þar sem færavindan byrjar að draga inn færið minnkuð um þá lengd sem þessi stilling segir til um.  Hvert þrep er 0,2 metrar.  Grunnstillingin er núll.  Þessi stilling nýtist þegar ljós er notað til að tæla smokkfiskinn upp að yfirborðinu.  Smokkfiskurinn færir sig þá stöðugt upp þannig að færavindan verður að byrja að draga inn línuna á minna dýpi í hvert sinn sem henni er slakað út.

Upptogsafl

Þessi stilling stjórnar upptogsaflinu.  Það getur haft gildi frá 0 til 99 og er grunnstillt á 30.

Dráttar tími

Þegar línan er dregin inn er aflinu reglulega breitt.  Þessi stilling stjórnar lengd þess tíma þar sem aflið er aukið.  Hvert þrep jafngildir 1/10 úr sekúndu og grunnstillingin er 32 (3,2 sek).

Slökunar tími

Þessi stilling stjórnar lengd þess tíma þar sem aflið er minnkað.  Hvert þrep jafngildir 1/10 úr sekúndu og grunnstillingin er 20 (2,0 sek).

Útrennslis biðtími

Þegar færavindan hefur dregið alla línuna inn þá stoppar hún sem nemur þessari stillingu áður en hún slakar línunni út aftur.  Hvert þrep jafngildir einni sekúndu og grunnstillingin er 2.

Þessi stilling kemur að gagni við að tryggja að smokkfiskurinn á síðasta önglinum hafi sleppt takinu áður en línunni er slakað aftur í sjóinn.

Upptogs biðtími

Sá tími sem færavindan er stopp, þegar línunni hefur verið rennt út á dýpi falska botnsins, áður en færavindan byrjar að draga inn færið.  Grunnstillingin er núll en gildi getur verið frá 0 upp í 99.

Hámarkshraði upptogs

Hámarkshraðinn þegar línan er dregin inn þ.e.a.s. færavindan mun ekki fara yfir þennan hraða þegar hún er að draga inn línuna, sama hvert gildi upptogs-aflsins er.

Þessi stilling er nauðsynleg þegar veitt er með mörgum önglum og/eða afslítara t.d. við makrílveiðar.  Í þeim tilfellum verður aflið að vera nægjanlegt til að draga inn línuna þegar það er fiskur á hverjum öngli og slíta fiskinn af með því að draga þá í gegnum afslítarann.  En í þeim tilvikum þar sem ekki er fiskur á hverjum öngli, þá mundi færavindan draga þá inn allt of hratt þannig að ,,afslítunin’’ yrði ill stjórnanleg.

Grunnstillingin er 25 en hægt er að stilla gildið frá 0 til 50.  Hvert þrep jafngildir 10  rpm þannig að grunnstillingin jafngildir 250 rpm.  Sú stilling ætti að duga í flestum tilvikum, en ef fiskinum hættir til að slengjast  fyrir borð á meðan á ,,afslítuninni’’ stendur, þá ætti að lækka þessa stillingu.