Skjásíða eitt – Makríl stillingar

Á skjámynd fimm er veiðikerfi fyrir makrílveiðar.  Ef það er virkt, breytist skjásíða eitt, og skjásíða tvö, og sýnir viðeigandi stillingar sem aðeins eru notaðar við makrílveiðar.

Athugið: Þegar stillt er á makríl veiðikerfið þá er slakaskynjarinn óvirkur þ.e. girnið þarf hvorki að vera þrætt í gegnum slakaskynjarann né blökkina á arminum.

Upptogsafl

Grunnstilling þessarar stillingar er 70 sem ætti að vera hæfilegt í flestum tilvikum til þessara veiða.  Það ætti því að hækka hana í það gildi sem hentugast er hverju sinni. Stillingin er valin eftir því hve margir krókar eru á slóðanum og þyngd sökkunnar.  Algengt gildi fyrir 60 – 70 króka er 80 – 90.

Athugið:  UPPTOGSAFL ætti ætíð að vera stillt nægilega hátt til að afslítunin gangi auðveldlega fyrir sig.  Notið HÁMARKSHRAÐI UPPRENNSLIS stillinguna til þess að stjórna hraðanum.

Slökunartími

Gildi þessarar stillingar verður að vera núll.

Hámarkshraði upptogs

Grunnstillingin (125) ætti að henta í flestum tilvikum þessara veiða.  Ef fiskinum hættir til að slengjast fyrir borð við ,,afslítunina’’, lækkið þá gildi þessarar stillingar.

Athugið:  Gætið þess sérstaklega þegar síðasti krókurinn á slóðanum hefur verið dreginn í gegnum afslítarann, að ekki sé búið að draga fyrsta krókinn upp á girnishjólið og að dýptarmælingin sýni núll þar sem þú vilt að færavindan hætti að draga inn línuna.  Frekari leiðbeiningar um hvernig á að breyta dýptarmælingunni eru að finna undir „Stilla núll punkt (Núllstilla dýptarmælinguna)“ hérna.

Athugið: Ef stopphringurinn er notaður til þess að tryggja að slóðinn gangi aldrei inn á girnishjólið, gætið þá þess að hann komi ekki í veg fyrir að færavindan nái núll dýpi þegar hún er við upptog.