Skjárinn og takkaborð

Stillingarnar sem stjórna færavindunni eru sýndar með táknmyndum á skjánum.  Gildi hverrar stillingar fyrir sig er sýnt fyrir neðan viðeigandi táknmynd.

Aðeins hluta allra stillinga færavindunnar er hægt að sýna á skjánum í einu ásamt öðrum upplýsingum.  Stillingunum er því skipt niður í fimm flokka sem við köllum skjásíður og aðeins ein skjásíða er sýnd á skjánum í einu. Hver skjásíða er merkt með númeri frá einum upp í fimm.

Á skjánum eru einnig sýndar aðrar upplýsingar, svo sem hraða girnihjólsins, spennuna á rafgeymum o.s.frv.

Notandinn stjórnar færavindunni með því að fletta á milli skjásíðanna og breyta stillingaratriðum til þess að fá rétta virkni fyrir viðeigandi veiði. Farið er betur í skjá stillingar og tákn hérna.

STJÓRN takkinn hefur tvenns konar virkni.  Í hvert sinn sem ýtt er á hann skiptir færavindan á milli hinna þriggja aðgerða þ.e. upptogs, stopp stöðu og niðurrennslis.  Ef takkanum er haldið niðri í meira en 5 sekúndur, fer færavindan í lausastöðu og hættir stjórn mótorsins þ.a. hægt er að snúa girnishjólinu frjálst.

Athugið! Ef sakkan er úti þegar færavindan er í lausastöðu, dregst línan stjórnlaust út þar til sakkan kemur í botn.

Stjörnu takkinn hefur tvenns konar virkni, að flytja bendilinn milli táknmynda og að fá aðgang að glugganum þar sem dýpt falska botnsins og dýptin þar sem færavindan hægir á sér þegar hún er að slaka út línunni, eru stilltar.  Þessi atriði eru útskýrð frekar hérna.

Þegar ýtt er á þennan takka í fyrsta skiptið þá byrjar bendillinn að blikka á fyrstu táknmyndinni á skjásíðu eitt.  Ef ýtt er aftur á hann meðan hann blikkar þá færist bendillinn yfir á næstu táknmynd á skjánum.  Ef takkanum er haldið inni í lengur en tvær sekúndur fer bendillinn á byrjunarstað á skjásíðunni sem er valin, en á skjásíðu eitt hverfur hann.

Niður takkinn hefur þrenns konar hlutverk:  lækka gildi stillingar, slökkva/gera óvirkt og geyma eigið keip.

Aðal hlutverk takkans er að lækka gildi stillinga, þ.e. þegar bendillinn blikkar á táknmynd fyrir stillingu (táknmynd með tölu fyrir neðan) er hægt að lækka gildið á viðkomandi stillingu.

Annað hlutverk hans er að gera stillingu óvirka, t.d. ef færavindan hefur falskan botn stilltan inn eða að hreinsa dýptar mælinguna (sjá hérna).

UPP takkinn hefur tvenns konar hlutverk, hækka gildi og kveikja/gera virkt.  Aðalhlutverkið er að hækka gildi stillinga.  Seinna hlutverkið er að gera stillingu virka.  Til dæmis þegar veiðikerfi er gert virkt með því að færa bendilinn á viðkomandi táknmynd og ýta á þennan takka.  Annað dæmi er þegar notandinn vill setja inn falskan botn, þá er ýtt á þennan takka, þegar bendillinn blikkar ekki, á ákjósanlegu dýpi þegar færavindan er í útrennsli.

ENTER takkinn er notaður til þess að staðfesta þær breytingar sem þú hefur gert í stillingum.

Með ÖRVA tökkunum tveimur getur þú skipt á milli skjásíðna og stillinga tákna á þeirri síðu sem er valin

Frekari stillingar má finna hérna.

Skjárinn

Efsti þriðjungur skjásins er eingöngu notaður til að birta upplýsingar og breytist ekki þegar flett er á milli skjásíðna. Hann sýnir einnig það dýpi sem færið er á hverju sinni og mótorstöðu færavindunnar, þ.e. niðurrennsli, upptog, keip eða stopp staða.

Keip

Upptog

Eigið keip
(Nr. frá 1-3)

Stopp staða

Útrennsli

Hægt útrennsli

Ef færavindan skynjar að fiskur hefur bitið á, þá birtist gluggi á skjánum sem sýnir á hvaða dýpi fisksins varð vart.  Glugginn hverfur sjálfkrafa næst þegar ýtt er á einhvern takka.  Þessi gluggi birtist ekki ef notandinn er að breyta stillingum á einhverri af skjásíðunum.