Lína og sakka

Þegar færavindan hefur verið sett upp og búið er að kveikja á henni, þá þarf að setja línu á hjólið.  Myndin til vinstri sýnir hvernig á að leggja línuna.

Hvernig á að setja línuna á í skrefum: 
  1. Fjarlægja lokið og hnýta í gegnum gatið á girnis hjólinu og binda hnút á enda þannig að það dettur ekki í gegnum gatið. Hnútur á að standa út úr gatinu.
  2. Ýtið á STJÓRN takkann tvisvar sinnum til þess að láta færavinduna hífa inn línuna.
  3. Haldið þétt í girnið, en ekki of fast og látið fara jafnt og þétt á girnishjólið.
  4. Til þess að fá meiri hraða er hægt að ýtta á UPP takkann. En þess þarf ekki!

Gætið þess að festa ekki hendur í girninu og nota hlífðarhanska. 

  1. Þegar allt girnið er komið á girnishjólið, ýtið á STJÓRN takkann aftur til þess að stöðva færavinduna.

Það er ekki nauðsynlegt að nota stopphringinn. En þá þarf að breyta ákveðnum stillingum. Sjá frekar hérna undir „Stoppa í núll“.

Athugið að til þess að fá færavinduna til þess að virka rétt þarf að þræða girnið í gegnum slakaskynjarann.

Sakka er oft notuð á endann á slóðanum. Færavindan er stillt hjá framleiðanda fyrir sökku sem vegur 2 kg. 

Athugið að þyngd sökkunar hefur áhrif á fisknæmið, þannig ef sakka er af annarri þyngd en 2 kg, þarf að breyta fisknæmi stillingunni í samræmi við það. Hægt er að sjá frekari upplýsingar um það í fisknæmi hérna.