Frekari möguleikar

Allir takkarnir hafa sína grunnvirkni, en þeir eru einnig notaðir við stjórnun á frekari möguleikum. 

Stilla núll punkt (Núllstilla dýptarmælinguna)

Þegar ýtt er á NIÐUR takkann þegar færavindan er í stopp stöðu og bendillinn blikkar ekki, núllstillist dýptar mælingin.

Það getur stundum verið nauðsynlegt að núllstilla dýptar mælinguna.  Til dæmis ef línan hefur slitnað og nýr slóði og sakka hafa verið fest við línuna.

Annað dæmi er ef notandinn vill að færavindan hætti að draga inn línuna þegar slóðinn eða segulnaglinn er á ákveðnum stað.

Hratt upptog

Upptogs hraðann er hægt að auka tímabundið, án þess að breyta gildinu á AFLSTUÐULL stillingunni og UPPTOGSAFL, með því að ýta á UPP takkann þegar færavindan er að draga inn línuna.  Í fyrsta skiptið sem þú ýtir á UPP takkann hækkar gildið á AFLSTUÐULL stillingunni í 10.  Eftir það hækkar gildið á UPPTOGSAFL stillingnunni um 10 í hvert skiptið sem ýtt er á UPP takkann.

Með því að ýta einu sinni á NIÐUR takkann afvirkjast þessi möguleiki.  Ef ekki er slökkt á honum handvirkt þá gerist það sjálfkrafa þegar færavindan hefur dregið inn alla línuna.

Þessi möguleiki er nytsamlegur þegar færa þarf bátinn fljótt til t.d. þegar fiskitorfa sem veitt var úr hefur synt undan bátnum.  Með því að ýta á STJÓRN takkann þá byrjar færavindan að draga inn línuna og ef síðan er ýtt á UPP takkann einu sinni eða tvisvar þá dregur færavindan línuna inn mjög fljótt.

Hægt upptog

Einnig er hægt að hægja á upptoginu tímabundið, án þess að breyta nokkrum stillingum með því að ýta á MÍNUS takkann þegar færavindan er að draga inn línuna.  Í fyrsta skiptið sem þú ýtir á NIÐUR takkann lækkar gildið á AFLSTUÐULL stillingunni í 0.  Eftir það lækkar gildið á á togkraftinum um 10 í hvert skiptið sem ýtt er á NIÐUR takkann.

Með því að ýta einu sinni á UPP takkann afvirkjast þessi möguleiki.  Ef ekki er slökkt á honum handvirkt þá gerist það sjálfkrafa þegar færavindan hættir að draga inn línuna.

Þessi möguleiki er nytsamlegur þegar línurnar úr tveimur eða fleiri Færavindum hafa flækst saman.  Færavindurnar geta þannig aðstoðað við að greiða úr flækjunni með því að draga línurnar inn hægt á meðan sjómaðurinn leysir línurnar í sundur.  Með því að ýta á STJÓRN takkann þá byrjar færavindan að draga inn línuna og ef síðan er ýtt á NIÐUR takkann einu sinni eða tvisvar þá dregur færavindan línuna inn hægt.