Algeng vandamál og lausnir

Færavindan hífir þó að enginn fiskur sé á króknum?

Svar: Það geta verið þrjár ástæður fyrir þessari hegðun þ.e. FISKNÆMI stillingin er of lág samanborið við þyngdina á sökkunni eða REK stillingin er ekki stillt á núll sem gerir það að verkum að færavindan hífir með því millibili sem REK stillingin segir um í mínútum.  Ef um það er að ræða þá birtist REK táknmynd undir dýptar mælingunni á skjásíðu eitt.

Ef þetta gerist aðeins þegar sakkan nær botni þá er líklegast að botninn sé úr leir eða sandi sem sakkan sekkur í.  Til þess að leysa þann vanda hækkið gildi LEIRBOTN stillingarinnar um 1.

Færavindan snýr ekki girnishjólinu og spennan á skjánum er 54V?

Svar: Þessi villa kom stundum upp í gömlu c6000i færavindunni en hefur aldrei komið upp í prófunum og notkun á R1 hjá DNG.

Ef svo ólíklega vill til að það gerist þá þarf að endurræsa færavindunna með því að rjúfa straum og bíða í 5 til 10 sekúndur áður en ræst er aftur.

Ef það leysir ekki vandann hafið þá samband við verkstæði DNG í síma 840-2903 eða 840-2901.

Færavindan finnur botn áður en sakkan lendir í botni?

Svar: Einfaldasta skýringin á þessari hegðun er að settur hafi verið falskur botn.  Það gerist ef ýtt er á PLÚS takkann þegar færavindan er í niðurrennsli og bendillinn blikkar ekki.  Hægt er að taka falskan botn af með því að ýta á MÍNUS takkann þegar færavindan er í niðurrennsli og bendillinn blikkar ekki.

Ef falskur botn er ekki virkur athugið þá hvort merkið frá slakaskynjaranum á skjásíðu þrjú sé í lagi, sé betur hérna. Ef slakaskynjarinn er rétt stiltur er bil á milli talnana í neðri og efri stillingu.

Annar möguleiki er að BOTNTÍMI stillingin sé of lág, að BOTNTÖKUSLAKI stillingin sé of há, eða hvoru tveggja. Reynið fyrst að hækka BOTNTÍMI stillinguna, gildi á milli 10 og 20 er í lagi. Ef það gerir ekkert gagn reynið þá að lækka BOTNTÖKUSLAKI stillinguna.

Vindan fer of hægt í niðurrennsli?

Svar: Líklegast er að slakaskynjarinn sé ekki rétt stilltur.  Það þarf líklega að laga þau með hjálp stillinganna á skjásíðu 6.

Ef slakaskynjarinn er rétt stilltur athugið þá eftirfarandi atriði:

Færavindan skynjar hvenær sakkan nær botninum með því að fylgjast með mæligildum slakaskynjarans eins og þau eru sýnd á skjásíðu 6.  Ef stillingarnar fyrir slakaskynjarann eru réttar þá er þetta mæligildi á milli 0 til 300.

Þegar sakkan nær botninum þá myndast slaki á línuna.  Ef mæligildið fer undir ákveðna tölu í ákveðin langan tíma (sjá BOTNTÍMI) þá tekur færavindan því sem að botninum hafi verið náð.  Þessi ákveðna tala, sem mæligildi slakaskynjarans verður að fara undir, er ákveðin með þessari stillingu.  Grunnstillingin er 14, en hún getur verið frá 1 upp í 48.

Í vissum tilfellum þegar ekki er mikið eftir af línunni á girnishjólinu þá getur verið nauðsynlegt að lækka þessa stillingu.  Þetta getur komið upp þegar veitt er á miklu dýpi eða þegar línan er í rauninni ekki nógu löng á girnishjólinu.

Í þessum tilvikum nær línan ekki að draga slakaskynjarann nógu langt niður þegar hún er strekkt.

Vindan virðist eiga erfitt með að finna botn og stundum flækir hún jafnvel línuna?

Svar: Réttar stillingar á slakaskynjaranum er lykilatriði til þess að færavindan vinni rétt í niðurrennsli og þegar hún finnur botn.  Byrjið á því að athuga gildin á VIRKNI SLAKASKYNJARA á skjásíðu 6.  Ef þau er ekki rétt þá þarf að laga það með hjálp stillinga á skjásíðu 6.

Gildið á BOTNÆMNI stillingunni hefur áhrif á næmnina þegar sakkan nær botni.  Sama hvert gildi hennar er þá ætti færavindan alltaf að hætta að slaka út línunni þegar mæligildi frá slakaskynjaranum er nærri 0.

Í hvert sinn sem sakkan lendir í botni þá finnur færavindan fisk?

Svar: Ef botninn er mjúkur (gerður úr leir) þá getur sakkan grafist í leirinn og þá túlkar færavindan mótlætið sem fisk.  Með því að setja LEIRBOTN stillinguna á 1 má leysa þetta vandamál.

Færavindan hífir ekki upp þegar að hún finnur fisk?

Svar: Þetta getur komið fyrir þegar samskipta möguleikinn er notaður.  Færavindan má ekki hífa færið upp þar sem enginn önnur færavinda er að keipa.  Þegar loksins hún fær leyfi til að hífa upp er fiskurinn ekki lengur á.  Sjá ALLTAF EIN FÆRAVINDA AÐ KEIPA  fyrir frekari leiðbeiningar.