DNG hefur um árabil unnið að hönnun og smíði nýrrar færavindu sem í upphafi fékk vinnuheitið C7000.   Vegna mikilla breytinga sem orðið hafa á hönnun vindunnar frá því sem upphaflega var lagt af stað með hefur verið ákveðið að nýja vindan mun bera nafnið R1.

R1 færavindan er háþróað veiðitæki.

 • Samskipti milli vinda yfir WIFI
 • Rekskynjun reiknuð útfrá GPS punktum
 • PC forrit fyrir notendur til uppfærslu á hugbúnaði vinda
 • Fjarþjónusta, innhringiþjónusta til stillinga og aðstoðar
 • Meiri nákvæmni í dýptarpunktum og keipi en áður hefur sést

Eftir að hafa framleitt færavindur í áratugi hefur DNG unnið að því að fullkomna þetta veiðitæki. Með stöðugri þróun og rannsóknum hefur okkur tekist að búa til eins fullkomið veiðitæki og völ er á. Færavindan er kröftug en samt sem áður sparneytin og auðveld í stjórnun. Hægt er að stilla hana á mismunandi forstillt veiðikerfi, og einnig veiðikerfi sem eru sérhönnuð af notanda. Kerfin sem eru nú þegar í færavindunni eru meðal annars:

 • Þorsk kerfi
 • Ufsa kerfi
 • Makríl kerfi
 • Smokkfisk kerfi

Færavindan er hönnuð fyrir erfiðar aðstæður veðurfarslega. Færavindan er vatnsheld og búin til úr seltuþolnu áli og ryðfríu stáli, allt til þess að koma í veg fyrir tæringu.

Fullyrða má að færaveiðar eru ein umhverfisvænasta veiðiaðferð sem til er. Þar sem að mengun vegna tapaðra veiðarfæra er afar lítil og færavindan hefur lítil sem engin áhrif á gróður og annað lífríki sjávar en þann fisk sem veiddur er hverju sinni.

Hægt er að tengja færavindu við þráðlaust net, og fá þannig nýjustu uppfærslur rafrænt.

Sérhönnuð til þess að finna botn í öllum sjó.

Notar minna rafmagn.

Hægt er að tengja R1 og C6000i saman í nýjustu útfærslu af ReelMaster.

 • Hljóðlát, nánast engin hátíðnihljóð

 • Lág straumnotkun, mikil afköst.
 • Vinnur bæði á 12V og 24V jafnstraums kerfum.
 • Algerlega vatnsþétt.
 • Samskipti milli vinda.
 • Innbyggð og eigin veiðikerfi.
 • Leitarkerfi.
 • Hægt að aðlaga nánast öllum aðstæðum
 • Veiðikerfi fyrir smokkfisk og makríl.
 • Notandi getur skráð sitt eigið keip (lærir að keipa).

Handbækur og kennsla:

R1 handbókin

ReelMaster handbókin

Öll R1 myndböndin og textar